Búrfellsvirkjun

Um allan heim fer eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum vaxandi. Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð varpar ljósi á endurnýjanlega orkugjafa, tækifæri þeim tengdum, takmarkanir og sögu nýtingar þeirra á Íslandi.

Sýningin miðar að því að veita landsmönnum og erlendum gestum innsýn í orkuvinnslu og orkunotkun endurnýjanlegra orkugjafa og velta fyrir sér hvernig framtíðin líti út með tilliti til nýtingar vatnsafls, jarðvarma, vindorku og sjávarfalla. Markmið hennar er að fræða og skemmta á lifandi hátt en um leið að miðla þekkingu um ólíka orkugjafa og áhrifa þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi.

Búrfellsstöð er opin alla daga vikunnar 10:00 - 17:00 frá 11. júní til 31 ágúst

.