Gaukshöfði

Gaukshöfði er klettafell utan í Hagafjalli við Þjórsá. Hátt úr höfðanum er ákaflega gott útsýni inn um Þjórárdal og yfir fjöllin, þar með talið bæði Búrfell og Heklu. Gaukshöfði heitir eftir Gauki Trandilssyni bónda á Stöng innar í dalnum. Í Njálssögu segir að hann hafi verið veginn þar. Gaukur var auðugur og vel ættaður sem afkomandi landnámsmannsins Þorbjarnar laxakarls í Haga og talinn mikill kappi.

Um hann hefur varðveist þetta vísubrot um ástarsamband hans og húsfreyjunnar á Steinastöðum:

    Önnur var öldin,
    er Gaukur bjó í Stöng,
    Þá var ei til Steinastaða
    leiðin löng.


Bringa heitir risastór fylla undir Gaukshöfða sem færst hefur ofan úr fjallinu við gliðnun og sig jarðskorpunnar. Liggur þjóðvegurinn framan undir Bringu en lá áður í skarðinu á milli hennar og fjallsins. Nokkrir myndlistarmenn hafa notað Gaukshöfða og Bringu sem útsýnisstað við gerð sinna verka og Bringa hefur meðal annars prýtt íslenska peningaseðla.