Ólafsvallakirkja

Tvær merkar kirkjur eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og heyra þær undir Hrunaprestakall frá 2010 að telja. Að Ólafsvöllum stendur timburkirkja, byggð 1897. Hún tekur 120 manns í sæti.

Yfirsmiður, og segja má hönnuður á nútímavísu, var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu.

Kirkjan er gott dæmi um íslenskar sveitakirkjur frá þessum tíma. Stærri altaristafla kirkjunnar er eftir Baltasar og sýnir kvöldmáltíðina. Þorsteinn Guðmundsson málari útbjó þá minni, og er hún af krossfestingu Krists.