Reykjaréttir

Reykjaréttir standa skammt sunnan bæjanna á Reykjum á Skeiðum.

Upphaflega voru þær byggðar úr grjóti úr Þjórsárhrauni (7800 ára gömlu) árið 1881 og töldust lengi fjárflestu réttir á Suðurlandi - og mannflesti samkomustaður á Suðurlands- undirlendinu á hverju hausti. Árið 1981 voru réttirnar hlaðnar upp að nýju og lagfærðar.

Við hliðina á réttunum er stórt, hringlaga nátthólf. Reykjaréttir, stundum kallaðar Skeiðaréttir, eru meðal glæsilegustu mannvirkja af þessari gerð í landinu.

Réttað er fyrsta laugardag eftir 10. september ár hvert.