Skaftholtsréttir

Skaftholtsréttir eru við Skaftholt, u.þ.b. miðja vegu milli Árness og Stóra-Núps, og er réttastæðið talið vera eitt það elsta á Íslandi, frá 12. öld.

Réttirnar eru listilega hlaðnar úr Þjórsár-hraungrýti. Þær fóru illa í Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000, nánast eyðilögðust, en voru endurbyggðar af félagsskapnum "Vinir Skaftholtsrétta" undir stjórn hleðslumeistaranna Kristjáns Inga og Víglundar Kristjánssonar, og lauk því verki sumarið 2009.      

Réttað er á föstudegi, 10.september eða næsta föstudag þar á eftir,  ár hvert.