Stöng

Fornbýlið Stöng er eitt af um 20 þekktum skálabæjarrústum í Þjórsárdal.

Byggðin í dalnum eyddist að mestu í Heklugosi árið 1104 en þá rumskaði eldfjallið í fyrsta sinn eftir landnám og þeytti miklu af ljósum vikri yfir dalinn.

Talið er að Gaukur Trandilsson hafi búið á Stöng. Segir sagan að hann hafi verið mikill kappi. Hann var drepinn eftir fyrirsát fóstbróður síns í Gaukshöfða neðar í dalnum, líklega vegna ástarmála.