Stóra-Núpskirkja

Tvær merkar kirkjur eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og heyra þær undir Hrunaprestakall frá 2010 að telja.

Að Stóra-Núpi stóð torf- og timburkirkja frá 1770 til 1876, en þá var hún endurbyggð og var timbrið að hluta endurnýtt .

Sú kirkja fauk í óveðri í desember 1908. Núverandi kirkja á Stóra-Núpi var reist 1909 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar og þykir með fallegustu sveitakirkjum.

Altaristaflan er máluð af Ásgrími Jónssyni og sýnir Jesú tala til fólksins og fjöllin í Þjórsárdal í baksýn.