Þjórsá

Þjórsá kemur úr Hofsjökli en vatnasviðið nær yfir 7% af Íslandi.

Áin, sem aðskilur Árnessýslu og Rangárvallasýslu, er með þeim vatnsmestu á landinu og jafnframt sú lengsta, 230 km, en það jafngildir um það bil hálfri leiðinni frá Reykjavík til Húsavíkur.

Orðið þjór sem áin dregur heiti sitt af merkir naut.