Hreppurinn í dag

Atvinnulíf

1.júní 2013 voru í búar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 524 talsins. Lögbýli eru nálægt 100 en allmargir búa í Árnesi og Brautarholti.

Víða er risin frístundabyggð.

Hefðbundinn landbúnaður er aðalatvinnuvegur í sveitarfélaginu, og hafa bændur verið framsæknir í nýjungum á því sviði.

Smáiðnaður og iðnþjónusta eykst jafnt og þétt en mestu munar þó um aukna ferðaþjónustu. Opinber þjónusta, svo sem skólahald, orkuframleiðslu og verslun tekur til sín mannafla.Menntir og menning

Hefðbundið safnaðarstarf er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og messað reglulega í kirkjum sveitarfélagsins að Ólafsvöllum og Stóra-Núpi.

Grunnskóli yngri nema er í Árnesi en þeim eldri er ekið að Flúðum. Framhaldsskólanemum er ekið á Selfoss. Leikskóli og bókasafn er starfrækt í Brautarholti.

Félagsheimilið í Árnesi er glæsileg bygging sem er endurnýjuð í upphaflegum stíl með mjög stóru leiksviði.  Í Brautarholti er einnig góður íþrótta- og samkomusalur en ekki upphækkað svið.  Ýmis konar samkomur eru haldnar í húsunum, af félagasamtökum, auk þess fer þar fram menningar, íþrótta- og tómstundastarf sveitarinnar.
 

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps s. 486 6100 www.skeidgnup.is