Þjóðveldisöldin

Stórgos 1104

 • Eldgos í Heklu hafa leikið bæina í Þjórsárdal grátt. Stórgosið 1104 eyddi sumu af byggðinni og gerði þeim sem eftir voru erfitt fyrir.
 • Annað gos 1693 fór líka illa með bæi sem þá voru enn í dalnum, ásamt gróður- og jarðvegseyðingu vegna ofnýtingar og kólnandi veðurfars. Veðurfarsbreytingar hófust á miðöldum og stóðu fram undir 1900.
 • Undir hlíðum neðar við Þjórsá og á Skeiðum gekk búskapurinn betur í upphafi byggðar og þar risu smám saman tugir býla.
 • Öflugir jarðskjálftar hafa gengið þar yfir, a.m.k. tvisvar á hverri öld. Fyrstu heimildir um Suðurlandsskjálfta eru frá 1164 og létust þá 19 manns.

 

Ólafur frá Lofoten

 • Ólafur tvennumbrúni sigldi frá Lofoten í Noregi og nam Skeið milli Þjórsár og Hvítár til Sandlækjar. Ólafur bjó á Ólafsvöllum.
 • Kona hans var Áshildur og er henni tengd þekkt saga (sjá Áshildarmýri í anddyri).
 • Vinabæjarsamband er nú milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Vestvågøy á Lofoten.  Að Borg á Lofoten er tilgátubær Ólafs tvennumbrúna.

 

Þing

 • Þingstaður Þjórsárdals og nágrennis var í Árnesi.
 • Örnefni eins og Þinghóll, Gálgaklettur og Búðir minna á hann og þar eru rústir, m.a. ein sem talin er vera dómhringur.
 • Hvert sumar, í ágúst, héldu margir íbúar landsvæðisins á Þingvelli þar sem Alþingi kom saman og var eins konar höfuðstaður landsins í fáeinar vikur.

 

Þorbjörn Laxakarl

 • Þorbjörn laxakarl er sagður hafa helgað sér allan Þjórsárdal og hluta af Gnúpverjahreppi.
 • Hann bjó lengst af að Haga. Kona hans var Una Steinólfsdóttir en sonarsonur Gaukur Trandilsson á Stöng.
 • Margar sögur eru af Gauki þessum og er hann nefndur í rúnaristu á Orkneyjum.
 • En þar stendur „Þessar rúnar reist sá maðr er rýmstr er fyrir vestan haf, með þeirri öxi er átti Gaukr Trandilssonr fyrir sunnan land.“

 

Skeljastaðir

 • Eftir landnám Íslands fjölgaði bæjum í dalnum hratt og um 1100 hafa þeir verið nálægt 25 talsins.
 • Meðal ábúenda var Hjalti Skeggjason, þekktur af afskiptum við kristnitökuna og sem persóna í Njálu.
 • Hann er talinn hafa búið að Skeljastöðum en þar var kirkja og kirkjugarður sveitarinnar.
 • Fátt segir af konum í heimildum um þessa tíma.