Lokaáfangi Þjórsárstofu var tekinn í notkun 30. maí 2012

Lokaáfangi Þjórárstofu í Árnesi var formlega tekinn í notkun 30.maí 2012. Að því tilefni bauð sveitarstjórn sveitungum og öðrum gestum á forsýningu á umhverfimynd í aðalsal félagsheimilisins og léttar veitingar í tilefni dagsins.

Markmið Þjórárstofu er að miðla fróðleik og upplýsingum um landið og náttúruna, fólkið og söguna og þá þjónustu sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema. Margir aðilar komu að þessu verki:

Sýningarhönnuður: Björn G. Björnsson

Texti og hemildamynd: Ari Trausti Guðmundsson

Ráðgjöf og efnisöflun: Jóhann Óli Hilmarsson

Endurgerð á húsi: Basalt arkitektar

Lýsing og rafkerfi: Verkís

Verktaki: Ólafur Leifsson

Járnsmíði: Sigurður Kárason

Ljósakort: Módelsmíði

Prentun mynda: Merking

Margmiðlun: Gagarín

Tækjabúnaður í sal og uppsetning: Hljóðx ehf

Umhverfimynd: Gagarín

Ljósmyndun: Jóhannes Long o.fl.

Kvikmyndun: Steingrímur Þórðarson, Valdimar Leifsson; Jón Þór Víglundsson o.f.l

 

Þjórsárstofa er samstarfsverkefni Skeiða -og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar