Fossnes

Bærinn
Á bænum er stundaður sauðfjárbúskapur. Um 200 ær ásamt hrútum og fylgdarliði. Ærnar ganga í heimahögum á sumrin, en Fossnes er stór og góð fjallajörð sem hentar vel til sauðfjárræktar. Gott fjárhús.
Hross og trippauppeldi. Hrossin notuð í hestaferðir og til smölunar.

Sauðakofinn
Sauðakofinn framleiðir reykt sauðakjöt og fl. gott úr reykhúsinu. Sauðakjöt er kjöt af veturgömlum kindum sem hafa verið fóðraðar í einn vetur, og  hrútarnir geltir. Kjötið er sérlega bragðmikið og þykir herramannsmatur. Einnig er tekið kjöt í reyk frá fólki.

Það sem Sauðakofinn býður upp á er :
Tví -reykt sauðalæri,  (hrákjöt )
Reyktir frampartar. Bitar og rúllur
Reyktar rúllupylsur
Tví-reyktir sauðahryggir, fille..(hrákjöt )
Einnig er hægt að fá reykta lambshausa.

Lambakjötið
Margir góðir verðlauna kynbótahrútar og ær  hafa komið frá búinu og er féð kjötmikið og fitulítið og gengur það í heimahögum og smalað heim um mánaðar mótin sept-okt.
Á haustin er hægt að panta lambakjöt í heilum og hálfum skrokkum, sagað eftir óskum hvers og eins. Tekið er við pöntunum fram til 10. október á heimasíðunni eða í símum 486-6079 og 895-8079.

Gönguferðir
Góður jeppaslóði  er inn Fossneshaga, alveg inn að Sneplafossi og frábært að ganga inn með Þveránni og skoða fossa og flúðir sem í henni eru. Einnig er fallegt gljúfur við bæinn sem heitir Bæjargljúfur og Stöðlagljúfur, einnig er Svartagljúfur rétt fyrir innan bæinn.

Skógrækt hefur verið stunduð á jörðinni síðan 1993 og eru sum trén orðin 4-5 metra há. Lerki, birki, sitkagreni og fura.
Landgræðsla hefur verið stunduð á jörðinni síðan 1992 og hafa melar og rofabörð gróið vel upp á þessum 20 árum.

Veiði
Í Þveránni (sem rennur við bæinn ) er hægt að kaupa  veiðileyfi í símum 486-6079 og 895-8079. 1-2 stangir eða senda fyrirspurn á heimasíðuna. Urriði og bleikja og svo kemur lax í ána  síðsumars. Í Bæjarglúfrinu er fallegur foss í ánni og fallegt veiðisvæði.

Gisting
Á efri hæð hússins er sér íbúð, þar geta gist 8-10 manns. Eldhús, klósett og sturta.
Á miðhæðinni er stórt eldhús og aðstaða fyrir 20 manns að borða, sjónvarp og stofa, 1 tveggja manna herbergi, klósett og sturta.
Í kjallaranum er 2 herbergi ,  3- 4 manna, klósett og sturta.
Tvö 10 fm gestahús eru úti , góð rúm fyrir 2 í hvoru húsi. Notast verður við klósettin í kjallaranum.
Alls geta gist í rúmum 23 manns.
Í garðinum er heitur pottur, sem tekur 8-10 manns.
Hægt er að fá bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm. Hópar geta eldað fyrir sig, einnig er hægt  að fá morgunmat og kvöldmat eftir samkomulagi.

Staðsetning
Bærinn stendur við heilmikið gljúfur sem Þverá rennur eftir.
Fossnes er um 110 km frá Reykjavík, 50 km frá Selfossi og 10 km frá Árnesi.
Stutt er í fallega staði þ.a.m.  Þjórsárdal, afréttina og Laxárgljúfur .
Sundlaugar eru í Árnesi  10 km – Þjórsárdal 18 km.
Brautarholt  c.a 23 km- Flúðir  c.a 30 km.

Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi, 801 Selfoss s. 486 6079, 895-8079 [email protected]