Tjaldsvæðið Árnesi

Tjaldsvæðið stendur við Kálfá nálægt mynni Þjórsárdals sem er eitt fegursta svæði landsins. Þaðan er stutt að fara til að skoða fjölmargar náttúruperlur, sögufræga staði og fjölbreytt náttúrufar. Á tjaldsvæðinu er rúmgóð flöt með 36 rafmagnstenglum. Aðgengi er að salernum, sturtum og þvottavél. Einnig eru þar hliðartjaldsvæði, m.a. flöt rétt við sundlaugina, sem rúma minni hópa. Góð aðstaða er fyrir útiveru, leiki og íþróttir. Hægt er að fá leigðan sal til inniveru fyrir hópa. Á staðnum er veitinga- og kaffistofa, bændamarkaður þar sem seldar eru vörur beint frá býli, sundlaug, fótboltavöllur, farfuglaheimili og verslun. Þar er einnig Þjórsárstofa, upplýsingamiðstöð og margmiðlunarsýning um náttúru Þjórsárdals og Þjórsá. Í Árnesi er einnig lítil verslun með helstu nauðsynjum ásamt bensín- og olíuafgreiðslu.
Verðskrá tjaldsvæðis sumarið 2015:
Fullorðnir; kr. 1200
Eldri borgarar og öryrkjar; kr. 800
Börn 12-16 ára: kr. 600
Börn 0-11 ára: Frítt
Rafmagn: kr. 800
Félagsheimilið Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss s. 6646550 / 6646555 Rósa og Gunnar arnesferdamenn.is [email protected]