Vorsabær II

Vorsabær 2 stendur við veg nr. 324.  Ábúendur eru Björn Jónsson og Stefanía Sigurðardóttir.

Orlofshús til útleigu sem rúmar allt að 10 manns í gistingu. Í húsinu eru 2 herbergi auk rúmgóðs  svefnlofts. Vel  útbúið eldhús ásamt setustofu með sjónvarpi. Skjólgóð verönd er fyrir utan með útigrilli.

Staðsetningin er upplögð fyrir þá sem vilja ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu. Má þar nefna sundlaug í Brautarholti í 2 km. fjarlægð. Í næsta nágrenni er fjallið Vörðufell þar sem hægt er að fara í gönguferðir, skoða sérkennilegan foss eða ganga á topp fjallsins og líta eitt mesta útsýni á Suðurlandi.

Hestaferðir og önnur afþreying

Boðið er upp á 1 eða 2 klst. hestaferðir  þar sem ávallt er byrjað inni í reiðhöll undir leiðsögn. Reiðtúrar eru sniðnir að þörfum hvers og eins og t.d. er hægt að láta teyma undir börnum. Einnig eru í boði dagsferðir fyrir meira vana.

Tekið er á móti gestum í stutta heimsókn til að skoða dýrin á bænum, en á búinu eru hestar, nautgripir, sauðfé, geitur, hænsni, hundar og kettir.

Einnig geta gestir tekið orlofshúsið á leigu og dvalið í nokkra daga, fylgst með eða tekið þátt í bústörfum og farið í útreiðartúra um nágrennið.

Á bænum er tekið á móti smáum og stórum hópum í óvissuferðir, hvort heldur sem er til að kynnast dýrunum eða að taka þátt í verkefnum og þrautum sem tengjast bústörfum.

Opið allt árið.

Vorsabær II, 801 Selfoss s. 486 5522, 861 9634, 866 7420 [email protected]