Sigurlín Grímsdóttir

Sigurlín er fædd á Neðra-Apavatni í Grímsnesi, en býr nú á Votumýri I í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og rekur þar kúabú ásamt eiginmanni sínum. Á milli mjalta hefur hún þó gefið sér tíma til að sækja listnám.

Hún hefur stundað nám á hlutateikningu og fjarvídd við Lýðháskólann í Skálholti hjá Ásdísi Sigþórsdóttur. Á námskeiðum M.F.Á. hefur Sigurlín lært vatnslitamálun og olíumálun hjá Svövu Sigríði Gestsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Árið 1997 nam hún uppstillingar og meðferð blýs og lita hjá Katrínu Briem. Sigurlín hefur einnig verið tvær annir í F.Su. í módel og hlutateikningu hjá Elísabetu Harðardóttur og var það veturinn 1995-96. Veturna 1998-99 nam hún módelteikningar í Myndlistaskóla Reykjavíkur hjá Valgerði Bergsdóttur og vatnslitamálun hjá Gunnlaugi St. Gíslasyni.

Hún hefur tekið þátt í árlegum samsýningum myndlistafélags Árnessýslu og haldið fjölda einkasýninga.
Myndirnar vinnur hún í vatnslit og olíu, og hún sækir myndefni sitt í nánasta umhverfi sitt.

Sigurlín Grímsdóttir s. 486 5538 og 896 5738