Steinsholt

Í Steinsholti er rekið lítið gistiheimili þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu. Boðið er uppá lengri sem styttri hestaferðir, með eða án gistingar, gönguferðir, veitingar og fleira.

Á kvöldin er notalegt að fara í heita pottinn, í göngutúr, eða skreppa á hestbak. Slaka á í sveitinni, í fögru útsýni og kyrrð.

Steinsholt s. 486-6069 www.steinsholt.is [email protected]