Vestra-Geldingaholt

Reiðskólinn í Vestra-Geldingaholti var stofnaður árið 1963 af hjónunum Rosemarie Þorleifsdóttur og Sigfúsi Guðmundssyni og hefur verið starfræktur óslitið síðan og þar er fagmennskan ávallt í fyrirrúmi.


Skólinn er jafnt fyrir unga hestaáhugamenn sem eldri þ.e börn og fullorðna.  Einnig er tekið á móti erlendum gestum til dvalar í lengri eða skemmri tíma og farið í hestaferðir í fallegu umhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Möguleiki er einnig á helgardvöl  þ.e hestar, gönguferðir og Yoga.

Vestra-Geldingaholt s. 486 6055 og 861 7013 [email protected]