Vorsabær II

Vorsabær 2 stendur við veg nr. 324. Ábúendur eru Björn Jónsson og Stefanía Sigurðardóttir.
Hrossarækt og sala.
Í Vorsabæ 2 er stunduð hrossarækt og þar fæðast um 10 folöld á ári. Margir þekktir stóðhestar hafa komið frá bænum. Ávallt er mikið úrval hrossa til sölu, bæði efnileg folöld og tryppi, svo og góðir reiðhestar, keppnishestar og kynbótahross.
Hestaferðir.
Boðið er upp á 1 eða 2 klst. hestaferðir þar sem ávallt er byrjað inni í reiðhöll undir leiðsögn. Reiðtúrar eru sniðnir að þörfum hvers og eins og t.d. er hægt að láta teyma undir börnum. Einnig eru í boði dagsferðir fyrir meira vana.
Heimsókn á sveitabæ.
Tekið er á móti gestum í stutta heimsókn til að skoða dýrin á bænum, en á búinu eru hestar, nautgripir, sauðfé, geitur, hænsni, hundar og kettir. Einnig er tekið á móti smáum og stórum hópum í óvissuferðir, hvort heldur sem er til að kynnast dýrunum eða að taka þátt í verkefnum og þrautum sem tengjast bústörfum.
Á bænum er orlofshús til útleigu. Í húsinu eru 2 herbergi auk rúmgóðs svefnlofts. Vel útbúið eldhús ásamt setustofu með sjónvarpi. Skjólgóð verönd er fyrir utan með útigrilli.
Tilvalið er að taka orlofshúsið á leigu í nokkra daga og fara í útreiðatúra um nágrennið og/eða að taka þátt í lífi og störfum á alvöru íslenskum sveitabæ.
Opið allt árið.
Vorsabær II, 801 Selfoss s. 4865522 / 8667420 / 8619634 [email protected]