Hraunteigur ehf

Fyrirtækið Hraunteigur ehf var stofnað 2003 og eigendur þess eru Birgir Örn Birgisson, múrarameistari og Kristjana H. Gestsdóttir.   Eigendur starfa hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig  í flísalögnum,  múrverki og bókhaldsþjónustu.
 
Birgir Örn útskrifaðist í múrsmíði 1980, öðlaðist meistararéttindi í faginu 1985 og vann sjálfstætt áður en fyrirtækið var stofnað. Hann sinnir öllu almennu múrverki en einkum þó flíslögn, og hefur unnið mikið  með stuðlaberg og annað náttúrugrjót. Snyrtimennska og vandvirkni er í fyrirrúmi.

Kristjana hefur starfað sjálfstætt  við bókhald, ritvinnslu, skattframtöl og stjórnunarstörf á skrifstofum  frá 1998 og á vegum fyrirtækisins, frá stofnun þess.

Hraunteigur s. 486 6116, 891 7760, 863 9518 [email protected]