Þjórsárstofa opin eftir samkomulagi í vetur

Í Þjórsárstofu er margmiðlunarsýning um Þjórsá og Þjórsárdal. Meðal annars er Þjórsá fylgt frá upptökum til ósa í 12 mínútna langri kvikmynd, og auk þess eru upplýsingaskjáir og veggspjöld með fróðleik um þjónustu, sögu, staðhætti og náttúruperlur í Skeiða – og Gnúpverjahreppi.

Alla sunnudaga kl. 13.00, og eftir óskum er sýnd 30 mínútna kvikmynd um Þjórsárdal eftir þá Ara Trausta Guðmundsson og Valdimar Leifsson.

Einnig er í Árnesi kaffi og veitingahús og minjagripasala.  Þá er gott tjaldsvæði með rafmagni og hreinlætisaðstöðu í Árnesi.

Allir velkomnir og aðgangur að sýningum Þjórsárstofu er ókeypis.