Gjáskógar í Þjórsárdal merktir

Áhugafólk, í samvinnu við Fornleifanefnd, hefur merkt fornminjar í Þjórsárdal sl. þrjú ár með því að setja niður skilti sem upplýsir ferðafólk um sögu viðkomandi bæjarrústa.

Nýlega var farið með skilti að rústum bæjarins Gjáskógar. Bærinn stóð fyrir innan Gjána, og hefur verið í gömlum fræðum kallaður ,,kotbýli,, frá Stöng. Það má greina rústir af Gjáskógum,  og  rústir fjóssins austan við bæinn sjást mjög vel.

Stöng er 200 m yfir sjávarmáli, en Gjáskógar 300 m. Með þessum áfanga hafa Gjáskógar, Stöng, Skeljastaðir, Sámstaðir, Áslákstunga-fremmri og Sandártunga, (Sanda-tunga) verið merkt. Fleiri merkingar bíða betri tíma.