Landsvæðið

Landið milli Stóru-Laxár og Þjórsár

Suðurlandsundirlendið er stærsta samfellda landbúnaðarbyggð á Íslandi. Vesturhlutinn tilheyrir Árnessýslu.
Hún nær yfir land frá Reykjanesskaga upp í Langjökul og Hofsjökul og að Þjórsá, tæplega 9.000 ferkílómetrar að flatarmáli.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur nær yfir rúmlega hálfa Árnessýslu, frá Hestfjalli inn til Þjórsárdals og afréttarins milli Stóru-Laxár og Þjórsár, allt upp til jöklanna.
Íbúar voru um 520 árið 2010. Atvinnuvegir eru hefðbundinn landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf, ferðaþjónusta, verslun og iðngreinastörf.

Láglendið er hulið frjósömum jarðvegi og er það víðast hvar ræktað.  Þar eru  um 100 lögbýli  og þéttbýliskjarnarnir Brautarholt og Árnes.

Hálendið einkennist af ávölum hæðum og fellum, ám og stöðuvötnum
og innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru þekktir staðir, t.d. Þjórsárver og Þjórsárdalur.


Á þessu svæði eru margar stærstu vatnsvirkjanir landsins og er sú elsta Búrfellsvirkjun.